Valmynd

Grown Alchemist vörur fást nú í Myconceptstore

13 / mars

Í tilefni þess að húðvörurnar frá GROWN ALCHEMIST, eru nú fáanlegar í Myconceptstore langar okkur að bjóða þér að fagna því með okkur fimmtudaginn 15. Mars í sömu viku og Hönnunarmars stendur yfir.

Grown Alchemist er háþróuð, llífræn og 100% náttúruleg húðvörulína sem hefur notið mikillar vinsældar um allan heim og árangurinn engum líkur - en vörurnar hafa aldrei verið fáanlegar á Íslandi áður.

Þeir sem mæta geta átt möguleika á að vinna 15.000 króna inneign úr Grown Alchemist-vörulínunni, við drögum út þrjá heppna gesti.

Léttar veitingar og drykkir verða í boði.

Hlökkum til að sjá þig,
Myconceptstore, Laugavegi 45.

Skráðu ummæli